Rúnar: Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. maí 2023 20:17 Rúnar Kárason átti flottan leik fyrir ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV er komið í 2-0 í einvígi sínum gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur í spennandi leik að Ásvöllum. Lokatölur 26-29. Rúnar Kárason, skytta ÍBV, átti frábæran leik og skoraði 11 mörk og gaf auk þess 3 stoðsendingar. Honum fannst þessi leikur hafa verið í betra jafnvægi en leikur eitt í einvíginu. „Hörku leikur allan tíma og hörku varnir. Lítið skorað framan af og við vorum í svolitlum vandræðum. Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla smá og það var þannig sem við náðum að keyra þessu yfir línuna,“ sagði Rúnar. „Mér fannst leikurinn allt öðruvísi og við miklu betur klárir. Við vorum staðir í fyrri leiknum en gerðum betur í þessum. Haukarnir eru með hörkulið, ótrúlega góða leikmenn og eru að berjast eins og ljón fyrir sínu. Það er bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru með yfirhöndina fyrst svo komum við til baka og okkur líður vel þannig. Við náðum að bæta jafnt og þétt í, við misstum þá einu sinni fram úr okkur og það tekur hellings orku fyrir þá og við náðum einhvern veginn að svara strax sem skilaði svo sigrinum,“ sagði Rúnar glaður í bragði. Rúnar átti töluvert betri leik í kvöld heldur en í Eyjum síðasta laugardag. „Ég var kannski full bráður í síðasta leik og lét leikinn svona frekar koma til mín í dag. Ég skaut líka t.d. nokkrum sinnum í Aron Rafn í síðasta leik þar sem hann þarf ekki að hafa neitt fyrir hlutunum. En í dag fór þetta bara í gegnum hann, þetta er einn af þessum dögum,“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. 23. maí 2023 20:54 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Rúnar Kárason, skytta ÍBV, átti frábæran leik og skoraði 11 mörk og gaf auk þess 3 stoðsendingar. Honum fannst þessi leikur hafa verið í betra jafnvægi en leikur eitt í einvíginu. „Hörku leikur allan tíma og hörku varnir. Lítið skorað framan af og við vorum í svolitlum vandræðum. Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla smá og það var þannig sem við náðum að keyra þessu yfir línuna,“ sagði Rúnar. „Mér fannst leikurinn allt öðruvísi og við miklu betur klárir. Við vorum staðir í fyrri leiknum en gerðum betur í þessum. Haukarnir eru með hörkulið, ótrúlega góða leikmenn og eru að berjast eins og ljón fyrir sínu. Það er bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru með yfirhöndina fyrst svo komum við til baka og okkur líður vel þannig. Við náðum að bæta jafnt og þétt í, við misstum þá einu sinni fram úr okkur og það tekur hellings orku fyrir þá og við náðum einhvern veginn að svara strax sem skilaði svo sigrinum,“ sagði Rúnar glaður í bragði. Rúnar átti töluvert betri leik í kvöld heldur en í Eyjum síðasta laugardag. „Ég var kannski full bráður í síðasta leik og lét leikinn svona frekar koma til mín í dag. Ég skaut líka t.d. nokkrum sinnum í Aron Rafn í síðasta leik þar sem hann þarf ekki að hafa neitt fyrir hlutunum. En í dag fór þetta bara í gegnum hann, þetta er einn af þessum dögum,“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. 23. maí 2023 20:54 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. 23. maí 2023 20:54