Arsenal stórhuga í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 23:00 Tveir plús tveir eru fjórir og það er sá fjöldi miðjumanna sem Arteta vill í sumar. Julian Finney/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er stórhuga í sumar eftir að hafa misst enska meistaratitilinn í knattspyrnu úr greipum sér. Liðið stefnir á að bæta við sig nokkrum þekktum stærðum til að það gerist ekki aftur. Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira