Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. maí 2023 21:00 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. „Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin. Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
„Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin.
Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28