Stoltur gestgjafi Helga Vala Helgadóttir skrifar 16. maí 2023 16:01 Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar