De Gea fær gullhanskann sama hvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2023 07:00 David De Gea hefur átt áhugavert tímabil. Vísir/AP Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. Man United vann 2-0 sigur á Úlfunum í gær, laugardag. Var það í sextánda skipti sem De Gea hélt marki sínu hreinu. Það er, spilaði leik án þess að fá á sig mark. Sú staðreynd kemur mörgum á óvart þar sem Man United hefur verið duglegt að leka mörkum, þá sérstaklega á útivelli. Leikirnir væru sautján talsins ef De Gea hefði ekki gert sig sekan um slæm mistök gegn West Ham United um síðustu helgi. Gullhanskinn eru verðlaun sem fara til þess markvarðar sem hefur haldið hvað oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Engin verðlaun eru veitt fyrir að fá á sig fæst mörk. Ef tveir eða fleiri markverðir hafa haldið marki sínu jafn oft hreinu þegar tímabilinu lýkur þá fara verðlaunin til þess sem spilaði fæsta leiki. David de Gea has won the Premier League Golden Glove after his 16th clean sheet of the season pic.twitter.com/P6OpsSyOOQ— GOAL (@goal) May 13, 2023 Séu menn með jafn marga spilaða leiki og jafn marga leiki þar sem þeir héldu hreinu þá einfaldlega báðir, eða allir, gullhanskann. Þegar flest lið deildarinnar eiga þrjá leiki eftir er ljóst að enginn getur toppað De Gea og þarf hann aðeins að halda hreinu í einum af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér gullhanskann. De Gea hefur eins og áður sagði haldið marki sínu hreinu 16 sinnum. Þar á eftir koma Alisson Becker [Liverpool], Aaron Ramsdale [Arsenal] og Nick Pope [Newcastle United] en allir hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum. Pope hefur fengið á sig fæst mörk eða 31 talsins, þar á eftir er Ramsdale með 39 á meðan De Gea hefur fengið á sig 41 og Alisson 42 mörk. Great victory closer to one of our aims pic.twitter.com/1Srl7MHQuX— David de Gea (@D_DeGea) May 13, 2023 Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea en sem stendur verður hann samningslaus í sumar. Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur lýst yfir áhuga á að halda Spánverjanum hjá félaginu en vitað er að markvörðurinn mun þurfa að taka á sig gríðarlega launalækkun. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Man United vann 2-0 sigur á Úlfunum í gær, laugardag. Var það í sextánda skipti sem De Gea hélt marki sínu hreinu. Það er, spilaði leik án þess að fá á sig mark. Sú staðreynd kemur mörgum á óvart þar sem Man United hefur verið duglegt að leka mörkum, þá sérstaklega á útivelli. Leikirnir væru sautján talsins ef De Gea hefði ekki gert sig sekan um slæm mistök gegn West Ham United um síðustu helgi. Gullhanskinn eru verðlaun sem fara til þess markvarðar sem hefur haldið hvað oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Engin verðlaun eru veitt fyrir að fá á sig fæst mörk. Ef tveir eða fleiri markverðir hafa haldið marki sínu jafn oft hreinu þegar tímabilinu lýkur þá fara verðlaunin til þess sem spilaði fæsta leiki. David de Gea has won the Premier League Golden Glove after his 16th clean sheet of the season pic.twitter.com/P6OpsSyOOQ— GOAL (@goal) May 13, 2023 Séu menn með jafn marga spilaða leiki og jafn marga leiki þar sem þeir héldu hreinu þá einfaldlega báðir, eða allir, gullhanskann. Þegar flest lið deildarinnar eiga þrjá leiki eftir er ljóst að enginn getur toppað De Gea og þarf hann aðeins að halda hreinu í einum af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér gullhanskann. De Gea hefur eins og áður sagði haldið marki sínu hreinu 16 sinnum. Þar á eftir koma Alisson Becker [Liverpool], Aaron Ramsdale [Arsenal] og Nick Pope [Newcastle United] en allir hafa haldið marki sínu hreinu 13 sinnum. Pope hefur fengið á sig fæst mörk eða 31 talsins, þar á eftir er Ramsdale með 39 á meðan De Gea hefur fengið á sig 41 og Alisson 42 mörk. Great victory closer to one of our aims pic.twitter.com/1Srl7MHQuX— David de Gea (@D_DeGea) May 13, 2023 Mikið hefur verið rætt um framtíð De Gea en sem stendur verður hann samningslaus í sumar. Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, hefur lýst yfir áhuga á að halda Spánverjanum hjá félaginu en vitað er að markvörðurinn mun þurfa að taka á sig gríðarlega launalækkun.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Segir United geta lokkað marga gæðaleikmenn til sín í sumar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið geti lokkað til sín gæðaleikmenn í sumar þrátt fyrir að enn ríki óvissa um hverjir eigendur félagsins verði. 13. maí 2023 07:01