Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 16:15 Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar lauk í dag. Landsbjörg Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“ Björgunarsveitir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“
Björgunarsveitir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira