Hætta skapist ef jarðhitinn færist nær Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 16:55 Aukin jarðhitavirkni hefur mælst í Hveradalabrekku síðustu daga. Vísir Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu. „Við vorum í gær að setja upp fjölda mælitækja og erum að fylgjast stöðugt með þessu,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. Fylgst er með stöðu mála með vefmyndavélum og hitamyndavélum. „Vaktstjórinn okkar sér hitann þarna stöðugt.“ Boraðar hafi verið holur til þess að fylgjast með hitastiginu, sjá nákvæmlega hvað er í gangi og hvernig það breytist. „Það voru tvær eða þrjár svoleiðis holur og svo erum við með mæla í yfirborðinu líka þannig við fylgjumst með öllum breytingum í malbikinu,“ segir hann. „Við þurfum að vita nákvæmlega hvað þetta er og hvort við þurfum að bregðast við þessu á einhvern hátt, koma þessu frá veginum eða hvað við gerum. Ef þetta rís upp nær asfaltinu þá er það ekki gott.“ Klippa: Jarðhiti í Hveradalabrekku Holurnar séu á 2,4 til 2,8 metra dýpi. „Hitinn þar var sjötíu gráður en það er bara eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.“ Aðspurður um hvað geti gerst ef jarðhitinn færist nær malbikinu segir G. Pétur: „Það fer eftir því hvað hitinn er mikill en það hefur þá áhrif á yfirborðið, gæti skemmt það og skapað hættu. En við skoðum þetta vel og bregðumst við.“ Jarðhiti Vegagerð Ölfus Tengdar fréttir Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. 11. maí 2023 22:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Við vorum í gær að setja upp fjölda mælitækja og erum að fylgjast stöðugt með þessu,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. Fylgst er með stöðu mála með vefmyndavélum og hitamyndavélum. „Vaktstjórinn okkar sér hitann þarna stöðugt.“ Boraðar hafi verið holur til þess að fylgjast með hitastiginu, sjá nákvæmlega hvað er í gangi og hvernig það breytist. „Það voru tvær eða þrjár svoleiðis holur og svo erum við með mæla í yfirborðinu líka þannig við fylgjumst með öllum breytingum í malbikinu,“ segir hann. „Við þurfum að vita nákvæmlega hvað þetta er og hvort við þurfum að bregðast við þessu á einhvern hátt, koma þessu frá veginum eða hvað við gerum. Ef þetta rís upp nær asfaltinu þá er það ekki gott.“ Klippa: Jarðhiti í Hveradalabrekku Holurnar séu á 2,4 til 2,8 metra dýpi. „Hitinn þar var sjötíu gráður en það er bara eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.“ Aðspurður um hvað geti gerst ef jarðhitinn færist nær malbikinu segir G. Pétur: „Það fer eftir því hvað hitinn er mikill en það hefur þá áhrif á yfirborðið, gæti skemmt það og skapað hættu. En við skoðum þetta vel og bregðumst við.“
Jarðhiti Vegagerð Ölfus Tengdar fréttir Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. 11. maí 2023 22:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu. 11. maí 2023 22:54