Sagan ekki með Eyjakonum: Sjaldgæft að vinna sama lið í báðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 13:01 Valskonur reyna að stoppa Harpa Valey Gylfadóttur í bikarúrslitaleiknum fyrr í vetur. Vísir/Diego Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í Olís deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins úti í Vestmannaeyjum. Leikur eitt hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar og mættust einnig í bikarúrslitaleiknum. ÍBV vann tveggja marka sigur á Val í Laugardalshöllinni en í deildinni unnu Valskonur fimm marka sigur í Eyjum í október (31-26) en Eyjaliðið vann síðan þriggja marka sigur á Hlíðarenda í janúar (32-29). Ágúst Þór Jóhannsson stýrði reyndar ekki Valsliðinu í janúarleiknum því hann var upptekinn með karlalandsliðinu á HM í Svíþjóð. Þetta er í ellefta skiptið sem sömu lið mætast bæði í úrslitum Íslandsmótsins og í bikarúrslitaleiknum. Sagan er ekki með liðinu sem kemur inn í einvígið sem bikarmeistari eftir sigur á sama liði fyrr veturinn. Sagan er því með Val en ekki ÍBV í þessu einvígi. Aðeins tvö af tíu liðum hafa nefnilega náð að vinna sama lið í báðum úrslitum mætist þau bæði í bikarúrslitaleik og í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Valskonur náðu bæði að vinna tvo úrslitaleiki á móti Stjörnunni 2014 (24-19 í bikarúrslitum og 3-2 í úrslitaeinvíginu) og á móti Fram árið 2019 (24-21 í bikarúrslitum og 3-0 í úrslitaeinvíginu). Hinir átta bikarmeistararnir hafa tapað í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og þar á meðal eru Valskonur í fyrra. Valur vann þá 25-19 sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum en Fram vann úrslitaeinvígið 3-1. Eyjakonur fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur á Val í úrslitaleiknum.Vísir/Diego Tíu sinnum hafa lið mæst bæði í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi um titilinn: 1995: Íslandsmeistari: Stjarnan Bikarmeistari: Fram 2001 Íslandsmeistari: Haukar Bikarmeistari: ÍBV 2003 Íslandsmeistari: ÍBV Bikarmeistari: Haukar 2010 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2011 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2014 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2016 Íslandsmeistari: Grótta Bikarmeistari: Stjarnan 2017 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Stjarnan 2019 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2022 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Valur Olís-deild kvenna Valur ÍBV Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira
Leikur eitt hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst hálftíma fyrr. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn. Liðin enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar og mættust einnig í bikarúrslitaleiknum. ÍBV vann tveggja marka sigur á Val í Laugardalshöllinni en í deildinni unnu Valskonur fimm marka sigur í Eyjum í október (31-26) en Eyjaliðið vann síðan þriggja marka sigur á Hlíðarenda í janúar (32-29). Ágúst Þór Jóhannsson stýrði reyndar ekki Valsliðinu í janúarleiknum því hann var upptekinn með karlalandsliðinu á HM í Svíþjóð. Þetta er í ellefta skiptið sem sömu lið mætast bæði í úrslitum Íslandsmótsins og í bikarúrslitaleiknum. Sagan er ekki með liðinu sem kemur inn í einvígið sem bikarmeistari eftir sigur á sama liði fyrr veturinn. Sagan er því með Val en ekki ÍBV í þessu einvígi. Aðeins tvö af tíu liðum hafa nefnilega náð að vinna sama lið í báðum úrslitum mætist þau bæði í bikarúrslitaleik og í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Valskonur náðu bæði að vinna tvo úrslitaleiki á móti Stjörnunni 2014 (24-19 í bikarúrslitum og 3-2 í úrslitaeinvíginu) og á móti Fram árið 2019 (24-21 í bikarúrslitum og 3-0 í úrslitaeinvíginu). Hinir átta bikarmeistararnir hafa tapað í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og þar á meðal eru Valskonur í fyrra. Valur vann þá 25-19 sigur á Fram í bikarúrslitaleiknum en Fram vann úrslitaeinvígið 3-1. Eyjakonur fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur á Val í úrslitaleiknum.Vísir/Diego Tíu sinnum hafa lið mæst bæði í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi um titilinn: 1995: Íslandsmeistari: Stjarnan Bikarmeistari: Fram 2001 Íslandsmeistari: Haukar Bikarmeistari: ÍBV 2003 Íslandsmeistari: ÍBV Bikarmeistari: Haukar 2010 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2011 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2014 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2016 Íslandsmeistari: Grótta Bikarmeistari: Stjarnan 2017 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Stjarnan 2019 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2022 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Valur
Tíu sinnum hafa lið mæst bæði í bikarúrslitum og úrslitaeinvígi um titilinn: 1995: Íslandsmeistari: Stjarnan Bikarmeistari: Fram 2001 Íslandsmeistari: Haukar Bikarmeistari: ÍBV 2003 Íslandsmeistari: ÍBV Bikarmeistari: Haukar 2010 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2011 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Fram 2014 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2016 Íslandsmeistari: Grótta Bikarmeistari: Stjarnan 2017 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Stjarnan 2019 Íslandsmeistari: Valur Bikarmeistari: Valur 2022 Íslandsmeistari: Fram Bikarmeistari: Valur
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Sjá meira