„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2023 23:01 Björgvin Páll hefur mætt Ungverjalandi oftar en góðu hófi gegnir. Vísir/Vilhelm „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira