Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“ Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“
Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20