„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Sverrir Mar Smárason skrifar 9. maí 2023 10:00 Ingimar Helgi fagnar hér vel og innilega eftir aukaspyrnumark. Aðsend Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. „Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Það eru til geggjaðar sögur. Alltaf í útileikjum er það hefð að það er alltaf hlaupið naktir yfir eina brú. Þetta er kallað rokkhlaup í okkar liði. Við höfum hlaupið yfir Ölfusárbrú þarna hjá pylsuvagninum. Það er bara allir út og hlaupið,“ sagði Ingimar Helgi. Er með merki Árborgar húðflúrað á sig.Aðsend Þessi hefð hefur svo undið upp á sig með tímanum og síðar var farið að hlaupa rokkhlaup í samkomum liðsins sem Ingimar kallar „þjöppur.“ „Svo gerðum við þetta í einhverri „þjöppu“ sem var haldin heima hjá Guðjóni þjálfara. Þá hlupum við um hverfið sem svona eftir á hyggja var svolítið skrýtið í úthverfi á Selfossi bara.“ „Eitt skiptið vorum við í sjálfstæðishúsinu á Selfossi sem er samt í miðbænum. Tengdamamma mín er að starfa þarna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leigir okkur þetta út. Þar er ákveðið að taka rokkhlaup og þá átti að hlaupa í átt að lögreglustöðinni, snerta hurðarhúninn og hlaupa til baka. Fyrst í kringum eitthvað stórt hús og þetta var alveg 7-800 metra sprettur og bara allir út.“ „Svo er ég heima hjá tengdó daginn eftir. Hringir ekki lögreglan í hana og spyr hverjir hefðu verið í húsinu í gær. „Við leigðum þetta til Árborgar“ sagði tengdó og horfði svona á mig. Ég hugsaði bara shit. Þá hafði einhver kona í stóra húsinu hringt í lögregluna og kvartað undan nöktum mönnum og löggan sá svo í eftirlitsmyndavélum bara alla sem gerðu þetta. Tengdó var svo boðið að koma og skoða upptökuna en hún afþakkaði það og sagði að tengdasonur sinn væri í liðinu,“ sagði Ingimar og hló. Litla flugvélin @ingimarh kom í mjög skemmtilegt spjall um sinn feril. 120 leikir í D og E deildum. Vanmetinn leikmaður og einstaklega skemmtilegur maður. Gleymum ekki Lífsaltinu. https://t.co/sMjL9zfqHE— Sverrir Mar Smárason (@Sverrirsmarason) May 2, 2023 Undanfarin ár hafa liðsmenn Árborgar bryddað upp á þeirri nýjung sem ekki hefur heyrst mikið af áður að halda jólasamkomu þar sem öllum leikmönnum í sögu Árborgar er boðið að koma saman og skemmta sér. Þar er að sjálfsögðu hlaupið rokkhlaup. Ingimar Helgi og liðsfélagi á góðri stund.Aðsend „Guðjón þjálfari og fleiri eru svo farnir að halda Jólaglögg Árborgar sem er alltaf haldið í Október. Þar er öllum sem eiga leiki fyrir Árborg boðið og dagskrá allan daginn sem endar svo í Hvíta húsinu um kvöldið. Þar var tekið rokkhlaup núna og við hlupum á miðnætti frá Hvíta Húsinu út á Toyota bílasölu sem er í heildina 500 metrar. Menn á öllum aldri og það ofpeppuðust allir. Það er risa hringtorg sem við þurftum að hlaupa í kringum og það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu þarna og ég hugsa stundum hver hafi verið í bílnum. Þetta lýsir Árborg svolítið vel,“ sagði Ingimar að lokum. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira