Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2023 12:48 Meðal mótmælenda voru umhverfissinnar sem voru að mótmæla olíuframleiðslu. Ian McIlgorm Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira