Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 20:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur krýningarathöfnina í Westminster í morgun. Vísir/vilhelm Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Krýningarathöfnin í Westminster Abbey var ákaflega íburðarmikil og stóð í um tvær klukkustundir. Karl byrjaði á því að sverja ensku biskupakirkjunni hollustu sína. Síðar var komið að einum heilagasta hluta athafnarinnar; skermar voru bornir inn í kirkjuna og Karl smurður á bak við þá, fjarri augum viðstaddra og almennings - og öðlaðist þar með guðlega náð. Það kom svo í hlut biskupsins af Kantaraborg að færa krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá árinu 1661, á höfuð Karls. Kamilla drottning var einnig krýnd við öllu látlausari athöfn. Og að lokinni krýningu héldu konungshjónin til Buckingham-hallar, þar sem þau veifuðu þegnum sínum af svölum. Forseti Íslands sem boðið var til Westminster í morgun segir krýningu Karls sögulega; aldrei hefur liðið lengra á milli krýningarathafna í Bretlandi. Sjötíu ár eru síðan Elísabet önnur var krýnd. „Og þegar þegnar konungs sungu saman einum rómi Guð blessi konunginn, God save the king, þá áttaði maður sig kannski helst á mikilfengleik þessarar stundar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sannarlega sett svip sinn á athöfnina í morgun. „Karl vildi líka að önnur trúarbrögð fengju einnig, ef svo má segja, sitt pláss en auðvitað voru það hefðir og venjur sem mest bar á núna í Westminster. En við skulum sjá, við skulum óska honum góðs gengis, Karli þriðja konungi, og öllu hans fólki. Svo sjáum við hvað setur.“ Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Krýningarathöfnin í Westminster Abbey var ákaflega íburðarmikil og stóð í um tvær klukkustundir. Karl byrjaði á því að sverja ensku biskupakirkjunni hollustu sína. Síðar var komið að einum heilagasta hluta athafnarinnar; skermar voru bornir inn í kirkjuna og Karl smurður á bak við þá, fjarri augum viðstaddra og almennings - og öðlaðist þar með guðlega náð. Það kom svo í hlut biskupsins af Kantaraborg að færa krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá árinu 1661, á höfuð Karls. Kamilla drottning var einnig krýnd við öllu látlausari athöfn. Og að lokinni krýningu héldu konungshjónin til Buckingham-hallar, þar sem þau veifuðu þegnum sínum af svölum. Forseti Íslands sem boðið var til Westminster í morgun segir krýningu Karls sögulega; aldrei hefur liðið lengra á milli krýningarathafna í Bretlandi. Sjötíu ár eru síðan Elísabet önnur var krýnd. „Og þegar þegnar konungs sungu saman einum rómi Guð blessi konunginn, God save the king, þá áttaði maður sig kannski helst á mikilfengleik þessarar stundar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sannarlega sett svip sinn á athöfnina í morgun. „Karl vildi líka að önnur trúarbrögð fengju einnig, ef svo má segja, sitt pláss en auðvitað voru það hefðir og venjur sem mest bar á núna í Westminster. En við skulum sjá, við skulum óska honum góðs gengis, Karli þriðja konungi, og öllu hans fólki. Svo sjáum við hvað setur.“
Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30
Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00
Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38