Hélt hún væri með lágþrýsting en fékk heilablóðfall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2023 19:29 Sigga Kling er í fullu fjöri! Vísir/Vilhelm Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur með meiru, er ekki dauð! Hún mætti í Bakaríið á Bylgjunni í dag til að kveða niður flökkusögur um ótímabært fráfall sitt en hið sanna í málinu er að hún fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa. Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið! Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira
Sigga segir atburðarásina hafa farið af stað fyrir um þremur vikum, þegar hún upplifði mikinn slappleika. „Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf... með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið... ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ sagði Sigga. Hún fór að lokum heim og að sofa og fannst hún bara frekar hress þegar hún vaknaði. „En svo bara versnar þetta og versnar og maður vill nú síður fara á bráðamóttökuna; ég verð bara að segja það að það er náttúrulega ekki endilega góð skemmtun. Svo klukkan þrjú þá er Stína systir komin með lakkrís, því það var eina ráðið til að hækka blóðþrýsting.“ Það fylgdi ekki sögunni hvort það hefði reynt á lakkrísinn en skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir á staðinn. Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga. Í ljós kom að hún hafði fengið „meðalstóran“ blóðtappa sem hefði stöðvað blóðflæði til heilans og leitt til heilablóðfalls. Sem Sigga hafði áður tengt við „eitthvað bara blóðslettur eða eitthvað inni...“ segir hún. Sigga gengst við því að hafa ekki verið auðveldasti sjúklingurinn á Landspítalanum þessa daga og útskrifað sjálfa sig tvisvar. Nú sé hún á alls konar lyfjum sem hún geymir í eggjabakka. „Það er gott ráð.“ „En svo eru komnar svo miklar flökkusögur,“ segir hún um tilefni þess að hún stígur fram í útvarpinu og opinberar sjúkrasögu sína. „Og við erum líka hrædd við allt; það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin flökkusaga um að ég sé dauð,“ segir hún. Aðspurð segir hún það hins vegar fjarri sanni. „Nei, en það er eins og ég hafi breyst. Ég er með þrjá punkta á heilanum , hvíta, sem er skemmdin og mér finnst ... ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ Sigga lét, svona til vonar og vara, laga á sér augabrúnirnar og hárið til að líta vel út í kistunni en hún segir að eftir þrjár ömurlegar vikur séu síðustu dagar búnir að vera sérdeilis fínir. Núna vill hún vekja Íslendinga til meðvitundar um einkenni heilblóðfalls og annarra sjúkdóma. Hún hafi komist að því að í Danmörku til að mynda viti allir hver einkenni heilablóðfalls eru en til samanburðar hafi það tekið hana sólahring að leita sér aðstoðar af því að hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting! Hún nefnir hjartaáfall og gallsteinakast sem dæmi um aðra sjúkdóma hvers einkenni er nauðsynlegt að þekkja. „Fólk þarf að vita þessa hluti til að geta greint sig sjálft.“ Til viðbótar við það að fræðast loksins um einkenni heilablóðfalls komst Sigga að því að það getur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér, til að mynda þunglyndi, sem hún reyndar slapp við. Hún grét til dæmis, að eigin sögn, yfir öllu. Krakkarnir hringdu og ég var að tala við þau og ég grét og grét... og þau voru bara: „Guð minn góður, mömmu líður svo illa...“ En þetta er ekki ég; ég er ekki að gráta,“ segir Sigga. Hún segist fagna maí; boðbera nýs lífs og biður fólk vinsamlegast að slá ekki grasið!
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira