Allt öðruvísi leið fyrir stelpurnar okkar á næsta stórmót Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:00 Íslenska landsliðið hefur átt fast sæti á EM frá 2009 og var með í Englandi í fyrra, þar sem liðið tapaði ekki leik en féll þó út í riðlakeppninni eftir þrjú jafntefli. VÍSIR/VILHELM Nú þegar dregið hefur verið í riðla í fyrstu útgáfu Þjóðadeildar kvenna í fótbolta, sem leikin verður í haust, er orðið skýrara hvað Ísland þarf að gera til að komast aftur á stórmót. UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
UEFA hefur komið á fót Þjóðadeild kvenna rétt eins og hjá körlunum, en gekk skrefi lengra og ákvað að hafa einnig „þjóðadeildarsnið“ á undankeppni stórmóta hjá konunum. Hægt er að horfa á kynningarmyndband UEFA hér. Ísland hefur verið með í lokakeppni EM síðustu fjögur skipti í röð, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. Eftir tvö nístingssár töp síðasta haust, gegn Hollandi og Portúgal, verður liðið ekki með á HM í sumar og biðin eftir HM-sæti lengist því enn, og stelpurnar okkar hafa heldur aldrei komist á Ólympíuleika. Bara tvö sæti í boði á Ólympíuleikunum Næsta tækifæri til að komast á stórmót er einmitt Ólympíuleikarnir í París á næsta ári. Ísland er ein af 15 Evrópuþjóðum sem eiga möguleika á að komast þangað, en tvær þjóðanna komast á leikana ásamt Frökkum sem spila þar sem gestgjafar. Til að komast á Ólympíuleikana þarf Ísland að standa uppi sem sigurvegari í sínum riðli í Þjóðadeildinni í haust, eftir samtals sex leiki við Þýskaland, Danmörku og Wales. Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember Það yrði auðvitað stórkostlegur árangur en myndi ekki duga, því liðið væri þá komið í undanúrslit og þyrfti enn að slá út eitt lið þar og komast í úrslitaleikinn til að komast á Ólympíuleikana (eða ná 3. sæti ef Frakkland kemst í úrslitaleikinn). The 2023/24 #UWNL League stage draw is complete.Here's how the groups look — UEFA Women's Nations League (@WEURO) May 2, 2023 Allt í lagi, svo að Ólympíuleikarnir eru frekar fjarlægur draumur. Lokakeppni EM 2025, sem fram fer í Sviss, er það hins vegar ekki. Leikið verður um EM-farseðilinn á næsta ári og það verður ekki gert með hefðbundinni undankeppni heldur verður undankeppnin með „þjóðadeildarsniði“. Það mun því skipta máli upp á möguleikana á EM-sæti hvar Ísland endar í Þjóðadeildinni í haust. Niðurstaðan í haust hefur mikil áhrif á keppni um sæti á EM Hvernig þá? Jú, ef að Ísland endar í 1. eða 2. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni í haust mun liðið spila áfram í A-deild í undankeppni EM á næsta ári. Ef að Ísland endar í 3. sæti þarf liðið að fara í umspil í febrúar við lið úr 2. sæti í B-deild, og ef að Ísland endar í 4. sæti fellur liðið og þarf að spila í B-deild undankeppni EM. Í undankeppninni á næsta ári munu svo liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deild komast beint á EM. Sviss fær öruggt sæti sem gestgjafi og eftir standa þá sjö sæti sem spilað verður um í umspili. Sveindís Jane Jónsdóttir felldi tár eins og margir fleiri þegar Ísland missti naumlega af því að komast á HM í fyrsta sinn, með tapi gegn Portúgal í framlengdum leik í fyrrahaust. Nýja þjóðadeildarfyrirkomulagið verður notað í undankeppni HM 2027.VÍSIR/VILHELM Liðin átta í A-deild sem ekki komast beint á EM fara í það umspil, og mæta þá átta bestu liðunum úr C-deild Þjóðadeildarinnar. Í flestum tilvikum ættu þar liðin úr A-deild að eiga frekar greiða leið áfram í seinni umferð umspilsins. Sex bestu liðin úr B-deild fara sömuleiðis í umspil við sex lið til viðbótar úr B-deild. Þaðan komast því sex lið áfram í seinni umferð umspilsins ásamt liðunum átta úr A- og C-deild, þar sem fjórtán lið leika þá í sjö einvígum um sæti á EM. Mikilvægt að forðast fall Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ef að stelpurnar okkar ná að forðast fall í haust eiga þær möguleika á að tryggja sig beint inn á EM á næsta ári. Þær væru jafnframt öruggar um að lágmarki sæti í umspili, og myndu ekki þurfa að leika þar gegn liði úr A-deildinni í fyrri hlutanum, heldur liði úr C-deild. En ef að Ísland fellur, það er að segja endar neðst í sínum riðli í haust eða í 3. sæti og tapar umspili í febrúar (umspili sem ekki væri hægt að spila hér á landi vegna úrelts þjóðarleikvangs), gæti róðurinn á EM orðið afar þungur því liðið þyrfti að vinna sig inn í umspil og sigra þar lið úr B-deild og svo væntanlega lið úr A-deild. Allt skýrist þetta enn betur í haust með spennandi viðureignum við Wales, Danmörku og Þýskaland en riðlakeppnin hefst með leikjum 20.-26. september og henni lýkur í byrjun desember. Undanúrslitin og úrslitin, ásamt umspili um sæti í A- og B-deild, fara svo fram 21.-28. febrúar.
Leikdagar Íslands í Þjóðadeildinni Ísland - Wales, 22. september Þýskaland - Ísland, 26. september Ísland - Danmörk, 27. október Ísland - Þýskaland, 31. október Wales - Ísland, 1. desember Danmörk - Ísland, 5. desember
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn