Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma Íris Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 12:01 Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir lögðu á sig miklar fórnir til að gera brúðkaupsdaginn sem bestan. aðsend Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira
Hjörtur og Brynja eru nýjustu viðmælendur Ása í Hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Þar segja þau skemmtilegar sögur úr sinni sambandstíð en hjónin kynntust fyrst í Nemendaleikhúsinu. Síðan eru liðin 13 ár en þau eiga saman tvö börn. Brúðkaupið, sem fór fram síðastliðið sumar var því að þeirra sögn ætlað sem gott partý enda voru þau fyrir löngu búin að ákveða að ætla að eyða ævinni saman. „Eina reglan sem við settum okkur var að þetta yrði að vera gaman. Þó ekki „þvingað fjör“ en gaman engu að síður,“ segir Brynja en brúðkaupið var haldið í hlöðu fyrir vestan. Hugmynd sem hljómaði rómantísk og áreynslulaus en reyndist þrautinni þyngri þegar til kastanna kom. „Árið í fyrra fór nánast allt í undirbúning fyrir stóra daginn. Það reyndist gríðarleg vinna að halda sveitabrúðkaup í hlöðu. Bara það að fjarlægja tugi ára gamalt hey burt, svokallað stálhey eins og sveitungar kalla það, sem er svo fast saman að það þarf liggur við að rífa hvert og eitt í stöku lagi.“ Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn.aðsend Barðist við hundrað ára gamalt hey fyrir brúðkaupsveisluna Til að toppa vandræðin kom í ljós að Hjörtur þjáist af miklu frjókornaofnæmi og var því sárkvalinn á meðan á verknaðinum stóð. „Hlaðan var full af heyi sem hafði staðið þarna í hundrað ár. Það var því fáránlega mikið mál að ná þessu öllu út og ég var einn í því að rífa upp strá fyrir strá með höndunum. Rykið sem gaus þarna upp var svakalegt og ég endaði fárveikur eftir að hafa andað að mér einhverju ógeði í langan tíma. Á meðan var Brynja að dúlla sér í Góða hirðinum." „Já mér fannst eitthvað svo rómantísk pæling að hafa allt leirtau endurnýtt en fattaði ekki hvað ég þurfti að fara margar ferðir í Góða hirðinn í þessum tilgangi,“ segir Brynja og heldur áfram. „Það hljómar eitthvað svo einfalt en þúsund ferðum síðar og svo því að ferja þetta allt saman vestur var meiriháttar mál, þó ég öfundi Hjört ekki af hey-vinnunni heldur.“ Lifum enn á þessum degi Hjónin segja þó bæði að mikil undirbúningsvinna og erfiði hafi skilað fullkomnum árangri enda hafi veislan þeirra verið sú besta í manna minnum. „Þetta er náttúrulega eins og að halda heila útihátíð,“ segir Hjörtur og heldur áfram. „Við einsettum okkur að hafa undirbúninginn sem skemmtilegastan og reyna að flækja sem minnst. Það tókst ekkert endilega alveg en endanleg útkoma var eins og best var á kosið. Við lifum enn á þessum besta degi í heimi þar sem allt okkar fólk kom til að fagna saman með okkur ástinni.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Fleiri fréttir Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Sjá meira