Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 18:29 Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir ekkert til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki semji við viðbragðsaðila. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum. Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum.
Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00