Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 21:35 FH vann Stjörnuna á frjálsíþróttavellinum sínum á dögunum og spilar aftur þar á morgun. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld. FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“ Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“
Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira