Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 12:01 Brittney Griner ræðir við fjölmiðlamenn í gær en hún sýndi miklar tilfinningar á fundinum. AP/Matt York Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær. Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira