Söfnuðu sjötíu og fimm milljónum í leikinn Dig in Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 13:31 Forsvarsmenn Vitar Games. Frá vinstri: Vianey G. Gonzales Leal, Baldvin Albertsson, Ævar Örn Kvaran og Egill Ásgrímsson. Tölvuleikjafyrirtækið Vitar Games safnaði 75 milljónum króna í fyrstu fjármögnun þess. Hún var framkvæmd með sjóðunum Behold Ventures og Brunnur vaxtarsjóður II. Peningarnir verða notaðir til framleiðslu leiksins Dig in, sem er sá fyrsti sem fyrirtækið gerir. Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum. Leikjavísir Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Dig in er innblásinn af fyrri heimsstyrjöld, byggður á nýstárlegri nálgun þar sem áhersla er sett á umgjörð hernaðar og hinn mannlega kostnað. „Það er ótrúleg tilfinning eftir allt harkið að vera kominn með um borð tvo öfluga fjárfestingarsjóði sem sjá ekki bara fyrir fjármagni, heldur búa yfir mikilli reynslu og djúpri þekkingu á leikjaiðnaðinum,” segir Baldvin Albertsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Vitar Games í tilkynningu. Vitar Games var stofnað fyrr á þessu ári. Undirbúningur fyrir stofnun hafði þá staðið yfir frá árinu 2021. Meðstofnandi Baldvins er Ævar Örn Kvaran og í dag starfa fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Eftir að hafa hitt Baldvin nokkrum sinnum og rætt leikinn, sá ég að hér var maður á ferð með mikinn drifkraft og þrautseigju og gat ég ekki sleppt því að taka þátt. Einnig fannst mér spennandi að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa nánast einungis verið í margspilunarleikjum. Ég hlakka til framhaldsins með Vitar Games,“ segir Ævar í áðurnefndri tilkynningu. Baldvin, sem er menntaður leikari og leikstjóri sameinaði ástríðu sína fyrir mannkynsögu og tölvuleikjum og lagði grunninn að Dig In, fyrsta leik félagsins. Fyrr á árinu slóst svo Ævar Örn, þaulreyndur forritari með yfir 15 ára reynslu í tölvuleikjagerð hjá CCP og Mainframe, í hópinn sem meðstofnandi og tæknistjóri (CTO) Vitar Games. Stjórn Vitar Games skipa Sigurlína Ingvarsdóttir fyrir Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson fyrir hönd Brunnar Ventures og Runno Allikivi fyrir Vitar Games. Aðrir ráðgjafar Vitar Games er Rúnar Þór Þórarinsson, leikjahönnuður og skapari borðspilsins Asks Yggdrasill, Mika Reini, sem var einn af lykilmönnum Remedy Games, eins stærsta leikjafyrirtækis Finnlands og Jesse Alexander sem er kanadískur sagnfræðingur og vel þekktur áhugamönnum um sögu á samfélagsmiðlum.
Leikjavísir Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira