„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Erik ten Hag ræðir við Victor Lindelöf og Antony. James Williamson/Getty Images Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00
„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01