Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 07:38 Reykur rís yfir Khartoum í Súdan þar sem hörð átök geisa á milli stjórnarhersins sem er hliðhollur yfirmanni hersins og vopnaðrar sveitar sem seilist eftir völdum. AP/Maheen S Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag. Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni. Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað. Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés. Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag.
Súdan Bandaríkin Djíbútí Eþíópía Joe Biden Tengdar fréttir Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Bandaríkjamenn vara stríðandi fylkingar við eftir árás á diplómata Bílalest bandarískra diplómata varð fyrir árás í Súdan í gær en hörð átök geysa nú í landinu á milli stríðandi fylkinga. Enginn mun þó hafa særst í árásinni að sögn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. apríl 2023 07:45
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33