Neytendastofa slær á fingur Origo Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 23:31 Neytendastofa bannar Origo að nota fullyrðinguna í markaðsefni sínu. Vísir/Hanna/Vilhelm Neytendastofa hefur bannað Origo hf. að nota fullyrðinguna „besta noise cancellation í heimi“ í markaðsefni um Bose heyrnartól sem fyrirtækið selur. Stofnunin taldi gögn sem Origo lagði fram sér til stuðnings ekki ná að sanna jafn afdráttarlausa fullyrðingu og þá sem um ræðir. Ábending um markaðssetningu Origo á Bose QuietComfort II heyrnartólum barst Neytendastofu þann 20. október í fyrra. Þar var stofnuninni bent á að Origo hafi birt fullyrðingar um að heyrnartólin væru með „besta noise cancellation í heimi.“ Í kjölfarið sendi Neytendastofa Origo bréf þar sem meðal annars var vísað til laga sem fjalla um skyldu fyrirtækja til að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra. Geti fyrirtæki ekki sannað fullyrðingarnar geti þær verið til þess fallnar að brjóta gegn ákvæðum í lögunum. Þá óskaði stofnunin eftir skýringum eða athugasemdum frá Origo vegna þessa. Heyrnartólin sem um ræðir.Skjáskot Niðurstaða rannsóknar hafi verið afgerandi Nokkrum dögum síðar barst Neytendastofu svar frá Origo. Þar kom fram að félagið telji sig ekki hafa brotið gegn lögum með fullyrðingunni. Bent var á að fyrir aftan umrædda fullyrðingu hafi verið að finna stjörnu sem vísi í texta sem jafnframt komi fram í auglýsingunni. Þar hafi komið fram að fullyrðingin væri samkvæmt rannsókn löggilts úttektaraðila. Í bréfinu frá Origo var einnig að finna samantekt úr niðurstöðu rannsóknarinnar sem um ræðir. Origo vísaði til þess að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, umrædd heyrnartól frá Bose hafi verið með bestu hljóðdeyfinguna (e. noise cancellation) af þeim heyrnartólum sem voru prófuð. Á vefsíðu Origo stendur í dag að heyrnartólin séu útbúin „bestu noise cancelling tækni í heimi.“Skjáskot rrrrrrÞessi rannsókn hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla. Rannsóknin hafi ekki byggt á matskenndum skoðunum einstaklinga, hún hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin var prófuð með viðurkenndum aðferðum. Rannsóknin hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla á markaðnum. Hún byggi ekki á matskenndum skoðunum einstaklinga heldur sé um að ræða nákvæma rannsókn sem hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin hafi verið prófuð með viðurkenndum aðferðum. Þá benti Origo á að Bose, fyrirtækið sem framleiðir umrædd heyrnartól, hafi notað umrædda fullyrðingu í sínu markaðsefni. Banna Origo að nota fullyrðinguna Neytendastofa komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í lagi fyrir Origo að nota þessa fullyrðingu í markaðsefni sínu. Stofnunin ákvarðaði að Origo hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Origo hf. að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í lok ákvörðunar stofnunarinnar. Neytendur Tækni Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Ábending um markaðssetningu Origo á Bose QuietComfort II heyrnartólum barst Neytendastofu þann 20. október í fyrra. Þar var stofnuninni bent á að Origo hafi birt fullyrðingar um að heyrnartólin væru með „besta noise cancellation í heimi.“ Í kjölfarið sendi Neytendastofa Origo bréf þar sem meðal annars var vísað til laga sem fjalla um skyldu fyrirtækja til að geta sannað fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum þeirra. Geti fyrirtæki ekki sannað fullyrðingarnar geti þær verið til þess fallnar að brjóta gegn ákvæðum í lögunum. Þá óskaði stofnunin eftir skýringum eða athugasemdum frá Origo vegna þessa. Heyrnartólin sem um ræðir.Skjáskot Niðurstaða rannsóknar hafi verið afgerandi Nokkrum dögum síðar barst Neytendastofu svar frá Origo. Þar kom fram að félagið telji sig ekki hafa brotið gegn lögum með fullyrðingunni. Bent var á að fyrir aftan umrædda fullyrðingu hafi verið að finna stjörnu sem vísi í texta sem jafnframt komi fram í auglýsingunni. Þar hafi komið fram að fullyrðingin væri samkvæmt rannsókn löggilts úttektaraðila. Í bréfinu frá Origo var einnig að finna samantekt úr niðurstöðu rannsóknarinnar sem um ræðir. Origo vísaði til þess að niðurstaða rannsóknarinnar hafi verið afgerandi, umrædd heyrnartól frá Bose hafi verið með bestu hljóðdeyfinguna (e. noise cancellation) af þeim heyrnartólum sem voru prófuð. Á vefsíðu Origo stendur í dag að heyrnartólin séu útbúin „bestu noise cancelling tækni í heimi.“Skjáskot rrrrrrÞessi rannsókn hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla. Rannsóknin hafi ekki byggt á matskenndum skoðunum einstaklinga, hún hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin var prófuð með viðurkenndum aðferðum. Rannsóknin hafi verið gerð á meðal heyrnartóla frá fremstu framleiðendum slíkra heyrnartóla á markaðnum. Hún byggi ekki á matskenndum skoðunum einstaklinga heldur sé um að ræða nákvæma rannsókn sem hafi farið fram á rannsóknarstofu þar sem hljóðdeyfingin hafi verið prófuð með viðurkenndum aðferðum. Þá benti Origo á að Bose, fyrirtækið sem framleiðir umrædd heyrnartól, hafi notað umrædda fullyrðingu í sínu markaðsefni. Banna Origo að nota fullyrðinguna Neytendastofa komst þó að þeirri niðurstöðu að það væri ekki í lagi fyrir Origo að nota þessa fullyrðingu í markaðsefni sínu. Stofnunin ákvarðaði að Origo hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. „Með vísan til 2. mgr. 21. gr. c. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, bannar Neytendastofa Origo hf. að viðhafa framangreinda viðskiptahætti. Bannið tekur gildi frá dagsetningu ákvörðunar þessarar,“ segir í lok ákvörðunar stofnunarinnar.
Neytendur Tækni Origo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira