Sprengja í tæknifrjóvgunum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 13:53 Hildur telur að minni skömm og umræða spili inn í mikla aukningu tæknifrjóvgana. Vilhelm Gunnarsson Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. Árið 2019 voru alls 377 tæknifrjóvgunaraðgerðir framkvæmdar á Íslandi. Fjórum árum síðar var fjöldinn orðinn 571. Fjölgunin er mun meiri hjá þeim sem fara í annað, þriðja eða fjórða skiptið en hjá þeim sem fara í fyrsta skiptið. Það er 66 prósenta fjölgun. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. En hún hefur látið sig þessi mál varða undanfarin misseri. Hildur segir að þessi mikla aukning komi henni ekki á óvart. Hún bendir einnig á að hægt hafi á aðgerðum í faraldrinum þar sem þær voru ekki taldar nógu mikilvægar til að fella þær ekki niður. „Ég hef engar óyggjandi sannanir fyrir fjölgun en ég get ímyndað mér að margt spili inn í. Til dæmis meiri umræða um þessi mál og vonandi smám saman minni skömm gagnvart því að leita sér þessarar aðstoðar,“ segir Hildur aðspurð um hvort hún hafi einhverja tilgátu um hvers vegna sífellt fleiri sæki í tæknifrjóvganir. Fólk fái að gefa fósturvísa eins og sæði og egg Hildur hefur lagt fram frumvörp til þess að einfalda regluverk í kringum tæknifrjóvganir. En hún hefur sagt frá sinni reynslu af tæknifrjóvgun í viðtölum áður. Hildur eignaðist sitt fyrsta barn á skírdag. „Samfélagsmynstrið hefur breyst mikið síðustu áratugi. Fæðingartíðni er á niðurleið hér líkt og annars staðar,“ segir Hildur. „Ég held að við eigum að hjálpa fólki sem vill eignast börn en almennt ekki hafa skoðanir á því hvernig fullorðið fólk hagar sínu lífi, þar með talið samböndum eða sambúðarformi.“ Samkvæmt Hildi hefur reglukerfið í kringum þessar aðgerðir farið batnandi frá því að lögin voru fyrst sett fyrir þremur áratugum. Livio sér um framkvæmd tæknifrjóvgana.Vilhelm Gunnarsson „Við höfum meðal annars stigið sífellt betri skref í að setja forræðishyggju og fordóma til hliðar, til dæmis gagnvart samkynhneigðum,“ segir Hildur. „En við getum gert enn betur og því hef ég í tvígang lagt fram frumvarp sem aftengir skyldu um sambúðarform. Þá er sjálfkrafa aftengd mjög ógeðfelld krafa núgildandi laga um að ef par slítur samvistum eða annar aðilinn andast verður að eyða öllum fósturvísum sem parið átti.“ Willum hefur einnig komið fram með frumvarp sem breytir þessari umræddu reglu. Hildur vill hins vegar ganga lengra og leyfa fólki að gefa fósturvísa. En í núgildandi lögum má einungis gefa sæði og egg. Hún segir að þetta myndi nýtast fólki í miklum frjósemisvanda vel. Kostnaður aukist mikið Í svari Willums kemur einnig fram að kostnaður við tæknifrjóvganir hefur aukist mikið. Bæði hjá Sjúkratryggingum Íslands og fólki sem nýtir þjónustuna. Frá árinu 2019 til 2022 jókst kostnaðurinn úr 55,5 milljón króna í 99. Það er 78 prósenta aukning. Kostnaður sjúkratryggðra hefur aukist úr 118 milljónum króna í 176,5, eða um nærri 50 prósent. Ljóst sé hins vegar að kostnaður einstaklinga sé hærri þar sem gjaldskrá Livio, sem sér um aðgerðirnar, hefur hækkað umfram gjaldskránna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarkostnað einstaklinga. Hildur segist einnig vera að skoða kostnaðarhliðina. Nefnir hún til dæmis að óeðlilegt sé að tæknifrjóvganir séu einungis niðurgreiddar að hluta á meðan ófrjósemisaðgerðir séu niðurgreiddar að fullu. Vilji hún skoða leiðir til að jafna þetta og finna leiðir til að gera kostnaðarþátttökuna sem sanngjarnasta og besta. „Eins og sést geta þetta orðið töluverðar fjárhæðir fyrir fólk sem stendur í þessu mikla og erfiða verkefni. Mér þykir það óeðlilegt og vil skoða hvort ekki sé hægt að jafna þá stöðu innan greiðsluþátttökukerfisins eitthvað,“ segir Hildur. Frjósemi Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. 5. febrúar 2023 14:01 Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31. mars 2023 07:14 Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. 13. apríl 2023 13:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Árið 2019 voru alls 377 tæknifrjóvgunaraðgerðir framkvæmdar á Íslandi. Fjórum árum síðar var fjöldinn orðinn 571. Fjölgunin er mun meiri hjá þeim sem fara í annað, þriðja eða fjórða skiptið en hjá þeim sem fara í fyrsta skiptið. Það er 66 prósenta fjölgun. Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. En hún hefur látið sig þessi mál varða undanfarin misseri. Hildur segir að þessi mikla aukning komi henni ekki á óvart. Hún bendir einnig á að hægt hafi á aðgerðum í faraldrinum þar sem þær voru ekki taldar nógu mikilvægar til að fella þær ekki niður. „Ég hef engar óyggjandi sannanir fyrir fjölgun en ég get ímyndað mér að margt spili inn í. Til dæmis meiri umræða um þessi mál og vonandi smám saman minni skömm gagnvart því að leita sér þessarar aðstoðar,“ segir Hildur aðspurð um hvort hún hafi einhverja tilgátu um hvers vegna sífellt fleiri sæki í tæknifrjóvganir. Fólk fái að gefa fósturvísa eins og sæði og egg Hildur hefur lagt fram frumvörp til þess að einfalda regluverk í kringum tæknifrjóvganir. En hún hefur sagt frá sinni reynslu af tæknifrjóvgun í viðtölum áður. Hildur eignaðist sitt fyrsta barn á skírdag. „Samfélagsmynstrið hefur breyst mikið síðustu áratugi. Fæðingartíðni er á niðurleið hér líkt og annars staðar,“ segir Hildur. „Ég held að við eigum að hjálpa fólki sem vill eignast börn en almennt ekki hafa skoðanir á því hvernig fullorðið fólk hagar sínu lífi, þar með talið samböndum eða sambúðarformi.“ Samkvæmt Hildi hefur reglukerfið í kringum þessar aðgerðir farið batnandi frá því að lögin voru fyrst sett fyrir þremur áratugum. Livio sér um framkvæmd tæknifrjóvgana.Vilhelm Gunnarsson „Við höfum meðal annars stigið sífellt betri skref í að setja forræðishyggju og fordóma til hliðar, til dæmis gagnvart samkynhneigðum,“ segir Hildur. „En við getum gert enn betur og því hef ég í tvígang lagt fram frumvarp sem aftengir skyldu um sambúðarform. Þá er sjálfkrafa aftengd mjög ógeðfelld krafa núgildandi laga um að ef par slítur samvistum eða annar aðilinn andast verður að eyða öllum fósturvísum sem parið átti.“ Willum hefur einnig komið fram með frumvarp sem breytir þessari umræddu reglu. Hildur vill hins vegar ganga lengra og leyfa fólki að gefa fósturvísa. En í núgildandi lögum má einungis gefa sæði og egg. Hún segir að þetta myndi nýtast fólki í miklum frjósemisvanda vel. Kostnaður aukist mikið Í svari Willums kemur einnig fram að kostnaður við tæknifrjóvganir hefur aukist mikið. Bæði hjá Sjúkratryggingum Íslands og fólki sem nýtir þjónustuna. Frá árinu 2019 til 2022 jókst kostnaðurinn úr 55,5 milljón króna í 99. Það er 78 prósenta aukning. Kostnaður sjúkratryggðra hefur aukist úr 118 milljónum króna í 176,5, eða um nærri 50 prósent. Ljóst sé hins vegar að kostnaður einstaklinga sé hærri þar sem gjaldskrá Livio, sem sér um aðgerðirnar, hefur hækkað umfram gjaldskránna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarkostnað einstaklinga. Hildur segist einnig vera að skoða kostnaðarhliðina. Nefnir hún til dæmis að óeðlilegt sé að tæknifrjóvganir séu einungis niðurgreiddar að hluta á meðan ófrjósemisaðgerðir séu niðurgreiddar að fullu. Vilji hún skoða leiðir til að jafna þetta og finna leiðir til að gera kostnaðarþátttökuna sem sanngjarnasta og besta. „Eins og sést geta þetta orðið töluverðar fjárhæðir fyrir fólk sem stendur í þessu mikla og erfiða verkefni. Mér þykir það óeðlilegt og vil skoða hvort ekki sé hægt að jafna þá stöðu innan greiðsluþátttökukerfisins eitthvað,“ segir Hildur.
Frjósemi Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. 5. febrúar 2023 14:01 Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31. mars 2023 07:14 Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. 13. apríl 2023 13:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. 5. febrúar 2023 14:01
Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. 31. mars 2023 07:14
Hildur og Gísli eignuðust „lítinn páskaunga“ á skírdag Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, hafa eignast dreng. Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Gísli þrjú börn. 13. apríl 2023 13:15