Óskar Hrafn tók málin í sínar hendur og birti næsta byrjunarlið Blika á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 17:31 Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur farið heldur óvenjulega leið til að koma í veg fyrir að hægt verði að leka byrjunarliði Breiðabliks í Fjölni fyrir bikarleik liðanna. Hann birti það einfaldlega á Twitter-síðu sinni. Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00. Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og Fjölnir, sem leika í Lengjudeildinni, mætast í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn kemur. Svo virðist sem byrjunarliði Breiðabliks hafi verið lekið í HK og Val, fyrstu tvo mótherja liðsins í Bestu deildinni. Óskar Hrafn var spurður út í þetta eftir sigur gegn Val á sunnudagskvöld. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik: „Ert að segja mér fréttir en það ætti ekkert að koma á óvart þar sem því var líka lekið í fyrsta leiknum. Færð mig ekkert til að tala um að einhver sé að kjafta frá. Svona er fótboltinn orðinn. Við höfum oft fengið byrjunarlið andstæðinga okkar. Menn tala, hittast, eru alls staðar og hvergi. Þetta skiptir engu máli.“ „Við getum sent Úlfi, þjálfara Fjölnis, byrjunarliðið á þriðjudaginn. Það skiptir engu máli hvort þessi eða hinn séu með. Það sem skiptir máli er að þeir sem byrja séu klárir, ef menn vilja segja frá byrjunarliðinu þá gera þeir það, en það væri betra ef það væri haldið innanhúss en fyrst að svo er þá er það bara þannig.“ Óskar Hrafn hefur nú einfaldlega tekið málin í sínar hendur og birti fyrir skemmstu byrjunarlið Blika í komandi leik á Twitter-síðu sinni. Liðið má sjá hér að neðan en svo virðist sem planið sé að stilla upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Byrjunarlið Breiðabliks gegn Fjölni í Mjólkurbikarnum 19. aprílBrynjar Atli, Höskuldur, Viktor Örn, Oliver St., Alex Freyr, Oliver Si., Alexander Helgi, Ágúst Orri, Eyþór Aron, Klæmint, Stefán Ingi.— OskarHrafn (@oskar_hrafn) April 17, 2023 Markvörður verður Brynjar Atli Bragason á meðan Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Örn Margeirsson, Oliver Stefánsson og Alex Freyr Elísson mynda fjögurra manna varnarlínu. Á miðjunni verða Oliver Sigurjónsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Ágúst Orri Þorsteinsson. Fremstu þrír verða svo Eyþór Aron Wöhler, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarson. Leikur Fjölnis og Breiðabliks fer fram í Egilshöll á miðvikudag kemur kl. 18.00.
Fótbolti Breiðablik Besta deild karla Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Patrik varar við því að nú gæti olnbogaskotum fjölgað Patrik Johannesen, sóknarmaður Breiðabliks, segir að það verði mikið um olnbogaskot í Bestu deildinni í fótbolta í sumar fari dómarar sömu leið og gert var í leik Breiðabliks og Vals í gær. 17. apríl 2023 15:29