Sá ekki viljann til að skora þriðja eða fjórða markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2023 23:01 Mikel Arteta var ekki ánægður eftir annað jafnteflið í röð. vísir/Getty Mikel Arteta var heldur súr er hann ræddi við blaðamenn eftir að lið hans, Arsenal, hafði misst niður tveggja marka forystu í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð. Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira