„Þetta lá þungt á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 23:01 Gunnar Magnússon. Vísir/Sigurjón Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir að mál þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar hafi legið þungt á sér. Mikill léttir sé að lausn hafi fundist. Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira