Leikur FH og Stjörnunnar færður fram um klukkustund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 09:31 FH og Stjarnan mætast á laugardag. Vísir/Hulda Margrét Þó hvorugu liðinu sé spáð frábæru gengi í sumar þá er leikur FH og Stjörnunnar umtalaðasti leikur 2. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Hann hefur nú verið færður fram um klukkustund vegna handboltaleiks FH sama dag. FH vildi upprunalega víxla á heimaleikjum við Stjörnuna þar sem grasið í Kaplakrika er ekki klárt. Stjarnan sagðist ekki geta orðið við þeirri bón þar sem liðið myndi þá ekki leika heimaleik í heilar sex vikur sem og völlurinn sé einfaldlega fullbókaður nú á laugardaginn þegar leikurinn fer fram. FH hefur því ákveðið að spila leikinn á frjálsíþróttavelli sínum til að hlífa grasinu á Kaplakrikavelli. Sem stendur verður leikurinn spilaður þar en mun þó hefjast klukkustund fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að úrslitakeppni í Olís-deild karla í handbolta fer af stað síðar sama kvöld. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net að FH hefði sótt um undanþágu til að færa leikinn fram um klukkustund. Á vef KSÍ má sjá að leikurinn hefur verið færður og hefst nú klukkan 16.00. Hann segir að planið sé að vera með um 300 sæti en pláss verði fyrir 1000 til 1200 manns á vellinum á laugardag. Þá segir hann að ekkert mál verði fyrir Stöð 2 Sport að sýna beint frá leiknum. „Eina sem þarf er lyfta fyrir aðalmyndavélina þeirra, annars er allt í standi varðandi það.“ Það hefur þó ekki enn verið staðfest að leikurinn fari fram á Miðvellinum, frjálsíþróttasvæði FH, en vænta má niðurstöðu síðar í dag. Fari svo að hann verði spilaður þar má reikna með miklu fjöri á svæði FH-inga á laugardaginn kemur. Klukkan 16.00 mætast FH og Stjarnan í Bestu deild karla. Að öllum líkindum á Miðgrasinu. Klukkan 19.30 mætast FH og Selfoss í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Báðir leikir verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 5. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira
FH vildi upprunalega víxla á heimaleikjum við Stjörnuna þar sem grasið í Kaplakrika er ekki klárt. Stjarnan sagðist ekki geta orðið við þeirri bón þar sem liðið myndi þá ekki leika heimaleik í heilar sex vikur sem og völlurinn sé einfaldlega fullbókaður nú á laugardaginn þegar leikurinn fer fram. FH hefur því ákveðið að spila leikinn á frjálsíþróttavelli sínum til að hlífa grasinu á Kaplakrikavelli. Sem stendur verður leikurinn spilaður þar en mun þó hefjast klukkustund fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að úrslitakeppni í Olís-deild karla í handbolta fer af stað síðar sama kvöld. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, staðfesti í viðtali við Fótbolti.net að FH hefði sótt um undanþágu til að færa leikinn fram um klukkustund. Á vef KSÍ má sjá að leikurinn hefur verið færður og hefst nú klukkan 16.00. Hann segir að planið sé að vera með um 300 sæti en pláss verði fyrir 1000 til 1200 manns á vellinum á laugardag. Þá segir hann að ekkert mál verði fyrir Stöð 2 Sport að sýna beint frá leiknum. „Eina sem þarf er lyfta fyrir aðalmyndavélina þeirra, annars er allt í standi varðandi það.“ Það hefur þó ekki enn verið staðfest að leikurinn fari fram á Miðvellinum, frjálsíþróttasvæði FH, en vænta má niðurstöðu síðar í dag. Fari svo að hann verði spilaður þar má reikna með miklu fjöri á svæði FH-inga á laugardaginn kemur. Klukkan 16.00 mætast FH og Stjarnan í Bestu deild karla. Að öllum líkindum á Miðgrasinu. Klukkan 19.30 mætast FH og Selfoss í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta. Báðir leikir verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 5.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira