Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. apríl 2023 09:01 Lacie naut lífsins á Íslandi eftir að unnusti hennar yfirgaf hana nánast korter í brúðkaup. Instagram Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða. Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira
Í myndskeiði á TikTok, sem fengið hefur yfir 10 milljón áhorf, rekur Lacie sögu sína. Greinir hún frá því að hún og unnusti hennar fyrrverandi hafi verið á leiðinni upp að altarinu eftir að hafa verið par í fimm ár. „Deginum áður en ætluðum að gifta okkur komst minn fyrrverandi að þeirri niðurstöðu að hann elskaði mig ekki lengur og vildi ekki lengur giftast mér. En það var í fínu lagi. Það sem ég gerði var að ég fór í brúðkaupsferðina, sem foreldrar hans höfðu greitt fyrir, og ég tók mömmu mína með mér,“ segir Lacie og bætir við að þær mæðgur hafi átt yndislegar stundir saman á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) En hún lét þó ekki þar við sitja. Þegar hún var komin aftur heim til Bandaríkjanna tók hún trúlofunarhringinn og giftingarhringinn sem unnustinn fyrrverandi hafði keypt handa henni, fór með þá til skartgripasala og fékk nánast fulla endurgreiðslu. Í ljós kom að hringarnir höfðu kostað umtalsvert minna en unnustinn hélt fram. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) „Það skipti mig samt ekki máli, þetta var bara enn ein lygin sem hann tjáði mér,“ segir hún og bætir við að hún hafi notað peningana til að fara ein í tveggja vikna lúxusfrí til Bandarísku Jómfrúaeyja. Hamingjusöm í dag Sagan endar þó ekki hér. Þegar Lacie kom til baka frá Jómfrúaeyjum náði hún í brúðarkjólinn sem hún hafði ætlað að klæðast, og brenndi hann á báli. Hún festi gjörninginn á filmu og birti á Instagram síðu sinni. Því næst seldi hún húsið sem hún og unnustinn höfðu fest kaup á. Unnustinn fyrrverandi fékk að hennar sögn ekki krónu af söluverðinu, en Lacie tekur fram að hún hafi ein lagt fram útborgun í húsið á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Lacie Gooch (@laciiiegee) Lacie hefur fengið mismunandi viðbrögð frá netverjum eftir að hún birti sögu sína. Sumir hafa hrósað henni fyrir að takast á við aðstæðurnar með þessum hætti en aðrir telja viðbrögð hennar öfgafull. Margir telja hana hugrakka og sterka fyrir að taka stjórn á lífi sínu. „Eins mikið og ég vil að fólk haldi að ég sé „badass“ gella sem kveikti í brúðarkjólnum sínum, þá er staðreyndin sú að ég er það ekki. En ég reyni eins og ég get að draga upp mynd af mér sem er raunsæ og einlæg,“ segir Lacie í færslunni. Í dag er Lacie komin í nýtt samband og er ástfangin upp fyrir haus. Hún segir nýja kærastann koma fram við hana eins og drottningu. „Ég ætti í raun að þakka mínum fyrrverandi vegna þess að ég er sigurvegarinn í þessari sögu.“ @laciiiegeesrna #stitch with @_sadielane and now i have a babe of a bf who treats me like a queen. I should honestly thank my ex cause im the real winner here #fyp original sound - Lacie Gooch
Bandaríkin Ástin og lífið Íslandsvinir Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira