Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 09:00 Markvarsla Foster gæti farið langt með að koma Wrexham upp um deild. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira
Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti