Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 18:07 Írönsk kona lagfærir höfuðslæðu sína. Getty/Morteza Nikoubazl Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56