Ítalskur túristi og breskar systur létust í hryðjuverkaárásum Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 08:43 Ísraelsk lögregla stendur í kringum bílinn sem ökumaður keyrði inn í hóp túrista í Tel Aviv. AP/Ariel Schalit Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast. Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun Ísrael Palestína Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun
Ísrael Palestína Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira