Úrslitin standa og Grótta heldur enn í veika von um úrslitakeppnissæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 13:30 Handknattleiksdeild Hauka kærði framkvæmd leiks liðsins gegn Gróttu, en fékk ekki sínu framgengt. Vísir/Diego HSÍ hafnaði í gær kröfum handknattleiksdeildar Hauka sem kærði framkvæmd leiks liðsins gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta þann 23. mars síðastliðinn. Eins marks sigur Gróttu, 27-28, stendur því og liðið heldur enn í veika von um sæti í úrslitakeppninni. Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu voru æsispennandi þar sem Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Gróttumenn brunuðu fram og náðu að skora það sem þeir héldu að væri jöfnunarmark leiksins. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Í kjölfarið tók handknattleiksdeild Hauka þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins. Krafa Hauka var í tvíþætt þar sem félagið krafðist þess fyrst og fremst að mark Stefáns yrði látið standa og að leiknum lyki því með jafntefli, 28-28. Til vara kröfðust Haukar þess að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að leikurinn yrði því leikinn á ný. HSÍ hefur hins vegar hafnað báðum þessum kröfum og eins marks sigur Gróttu, 28-27, stendur. Úrslitin þýða að Grótta er enn með 15 stig í níunda sæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla, fjórum stigum á eftir Haukum sem sitja í áttunda og seinasta úrslitakeppnissætinu. Grótta á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Til að liðinu takist að komast þangað þarf Grótta að vinna báða sína leiki sem eftir eru og vonast til þess að Haukar tapi báðum leikjum sínum. Grótta leikur gegn botnliði Harðar í kvöld áður en liðið tekur á móti KA í lokaumferðinni, en Haukar mæta ÍBV í kvöld og Herði í lokaumferðinni. Olís-deild karla Grótta Haukar Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Lokasekúndurnar í leik Hauka og Gróttu voru æsispennandi þar sem Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Gróttumenn brunuðu fram og náðu að skora það sem þeir héldu að væri jöfnunarmark leiksins. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Í kjölfarið tók handknattleiksdeild Hauka þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins. Krafa Hauka var í tvíþætt þar sem félagið krafðist þess fyrst og fremst að mark Stefáns yrði látið standa og að leiknum lyki því með jafntefli, 28-28. Til vara kröfðust Haukar þess að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að leikurinn yrði því leikinn á ný. HSÍ hefur hins vegar hafnað báðum þessum kröfum og eins marks sigur Gróttu, 28-27, stendur. Úrslitin þýða að Grótta er enn með 15 stig í níunda sæti þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla, fjórum stigum á eftir Haukum sem sitja í áttunda og seinasta úrslitakeppnissætinu. Grótta á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Til að liðinu takist að komast þangað þarf Grótta að vinna báða sína leiki sem eftir eru og vonast til þess að Haukar tapi báðum leikjum sínum. Grótta leikur gegn botnliði Harðar í kvöld áður en liðið tekur á móti KA í lokaumferðinni, en Haukar mæta ÍBV í kvöld og Herði í lokaumferðinni.
Olís-deild karla Grótta Haukar Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira