Lukaku hafi verið að þagga niður í kynþáttaníð þegar rauða spjaldið fór á loft Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Inter í gær, en fékk í kjölfarið að líta rautt spjald. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku reyndist hetja Inter er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í gærkvöldi. Lukaku jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, en fékk svo að líta sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að fagna fyrir framan stuðningsmenn Juvenstus. Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira