Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 08:06 Afganskar konur mótmæla því að mega ekki sækja sér háskólamenntun. Getty Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC. Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC.
Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira