Dreymir um að fá Solskjær til að þjálfa íslenska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 12:00 Baldur Sigurðsson vill Ole Gunnar Solskjær á diskinn sinn. getty/Charlie Crowhurst Ole Gunnar Solskjær er þjálfarinn sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þetta segir Baldur Sigurðsson, fótboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports. KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira