Dreymir um að fá Solskjær til að þjálfa íslenska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 12:00 Baldur Sigurðsson vill Ole Gunnar Solskjær á diskinn sinn. getty/Charlie Crowhurst Ole Gunnar Solskjær er þjálfarinn sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þetta segir Baldur Sigurðsson, fótboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports. KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn