Pistoriusi neitað um reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 14:42 Oscar Pistorius skaut Reevu Steenkamp til bana á heimili þeirra í Pretóríu árið 2013. AP/Themba Hadebe Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. Tíu ár eru liðin frá því að Pistorius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á valentínusardag árið 2013. Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi skotið Steenkamp fyrir mistök þar sem hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn. Hún sagðist ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. Umsókninni var hafnað þar sem yfirvöld töldu að Pistorius hefði ekki afplánað nóg af dómnum. Fangar geta óskað eftir reynslulausn þegar þeir hafa afplánað helming dóms síns í Suður-Afríku. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ruglings hafi gætt um hvenær Pistorius yrði gjaldgengur til að sækja um lausn vegna þess að honum var tvisvar gerð refsing í málinu. Hann getur reynt að sækja um aftur á næsta ári. Pistorius var upphaflega dæmdur fyrir manndráp. Saksóknari áfrýjaði dómnum og var hann þá sakfelldur fyrir morð. Honum hlyti að hafa verið ljóst að ef hann skyti þremur kúlum í gegnum læstar baðherbergisdyr á heimili sínu yrði hann þeim sem væri handan dyranna að bana. Oscar Pistorius Suður-Afríka Erlend sakamál Tengdar fréttir Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. 30. mars 2023 11:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Tíu ár eru liðin frá því að Pistorius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana á valentínusardag árið 2013. Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi skotið Steenkamp fyrir mistök þar sem hann hafi talið að hún væri innbrotsþjófur. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn. Hún sagðist ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. Umsókninni var hafnað þar sem yfirvöld töldu að Pistorius hefði ekki afplánað nóg af dómnum. Fangar geta óskað eftir reynslulausn þegar þeir hafa afplánað helming dóms síns í Suður-Afríku. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ruglings hafi gætt um hvenær Pistorius yrði gjaldgengur til að sækja um lausn vegna þess að honum var tvisvar gerð refsing í málinu. Hann getur reynt að sækja um aftur á næsta ári. Pistorius var upphaflega dæmdur fyrir manndráp. Saksóknari áfrýjaði dómnum og var hann þá sakfelldur fyrir morð. Honum hlyti að hafa verið ljóst að ef hann skyti þremur kúlum í gegnum læstar baðherbergisdyr á heimili sínu yrði hann þeim sem væri handan dyranna að bana.
Oscar Pistorius Suður-Afríka Erlend sakamál Tengdar fréttir Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. 30. mars 2023 11:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Pistorius gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius, sem dæmdur var í fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana, gæti losnað úr fangelsi innan nokkurra vikna. Nefnd um reynslulausn mun á morgun ákveða hvort Pistorius verður sleppt. 30. mars 2023 11:18