Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. mars 2023 13:08 Allt var að verða tilbúið þegar fréttastofa kíkti við fyrr í mánuðinum. Vísir/Einar Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. Tilkynnt var um flutningana í febrúar 2022 en þá var stefnt á flutninga í janúar 2023. Vegna framkvæmda í gömlu Kassagerðinni dróst það aðeins en versluninni á Hverfisgötu var lokað þann 31. janúar og versluninni í Fellsmúla var lokað 20. febrúar. Nú liggur fyrir að nýja verslunin muni opna á morgun, fyrsta apríl, klukkan ellefu en tekið er fram í tilkynningu að þetta sé ekki aprílgabb. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins. Fréttastofa kíkti í heimsókn fyrr í mánuðinum þar sem undirbúningur var í fullum gangi en fréttina má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Tekið er fram í tilkynningu að húsnæðið sé allt mun hentugra fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk en með stærri verslun er stefnt að því að koma fleiri vörum aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði. „Góði hirðirinn er flaggskip í hringrásarhagkerfinu á Íslandi þar sem notaðar vörur, sem safnað er á endurvinnslustöðvum SORPU, eru seldar nýjum notendum. Með þessu þarf ekki að framleiða nýjar vörur heldur nota áfram þær gömlu, með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og jörðina,“ segir í tilkynningunni. Skrifstofur Sorpu flytjast einnig í húsnæðið og er stefnt á að aðeins fyrirtæki með græna stefnu verði á svæðinu. Verslun Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21 Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Tilkynnt var um flutningana í febrúar 2022 en þá var stefnt á flutninga í janúar 2023. Vegna framkvæmda í gömlu Kassagerðinni dróst það aðeins en versluninni á Hverfisgötu var lokað þann 31. janúar og versluninni í Fellsmúla var lokað 20. febrúar. Nú liggur fyrir að nýja verslunin muni opna á morgun, fyrsta apríl, klukkan ellefu en tekið er fram í tilkynningu að þetta sé ekki aprílgabb. Nýja verslunin er tvöfalt stærri en eldri verslun Góða hirðisins. Fréttastofa kíkti í heimsókn fyrr í mánuðinum þar sem undirbúningur var í fullum gangi en fréttina má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Tekið er fram í tilkynningu að húsnæðið sé allt mun hentugra fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk en með stærri verslun er stefnt að því að koma fleiri vörum aftur inn í hringrásina en mögulegt var í minna húsnæði. „Góði hirðirinn er flaggskip í hringrásarhagkerfinu á Íslandi þar sem notaðar vörur, sem safnað er á endurvinnslustöðvum SORPU, eru seldar nýjum notendum. Með þessu þarf ekki að framleiða nýjar vörur heldur nota áfram þær gömlu, með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og jörðina,“ segir í tilkynningunni. Skrifstofur Sorpu flytjast einnig í húsnæðið og er stefnt á að aðeins fyrirtæki með græna stefnu verði á svæðinu.
Verslun Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00 Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21 Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26 Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi. 13. mars 2023 22:00
Loka verslunum Góða hirðisins og hefja flutning í nýtt húsnæði Verslanir Góða hirðisins á Hverfisgötu og Fellsmúla munu sameinast í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi á næstunni. Verslunin á Hverfisgötu mun loka þann 31. janúar og verslunin í Fellsmúla lokar þann 20. febrúar. Þá mun netverslunin loka alfarið. 19. janúar 2023 14:21
Góði hirðirinn flytur í Kassagerðina Góði hirðirinn mun flytja úr Fellsmúla og í gömlu Kassagerðina við Köllunarklettsveg 1 í Reykjavík. Stefnt er að flutningum þann 1. janúar á næsta ári. 24. febrúar 2022 08:26