Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 22:01 Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. karlmennskan.is „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan er klæðaburður Birgis meðal annars til umfjöllunar en Birgir hefur oft vakið athygli fyrir að klæða sig á óhefðbundinn hátt, miðað við karlmann, og er oftast í hefðbundnum kvenmannsfatnaði. „Svona er ég mótaður og svona er ég bara. Það er ekkert að því. Þú getur verið með tilgátur um að það sé hægt að laga mig með laser eða heilaskurðaðgerð. En ég er svona. Samfélagið bjó mig til, ég á rétt á því að vera svona og þetta er í lagi.“ Í skápnum til aldamóta Birgir lýsir því hvernig hann þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar, meðal annars fyrir kærustunum sínum en hann kom út fyrir núverandi konu sinni í kringum aldamótin. „Þegar ég byrja með núverandi konunni minni [1998] þá segi ég henni þetta strax. Fram að því hafði ég hulið þetta frá kærustunum mínum. Ég var inni í skápnum með þetta. Þetta var ekkert í lagi. Í næntísinu var þetta bara frekar frumstætt.“ Birgir segir fata- og förðunarval sitt vera hluta af sér, hann sé svona og fólk taki því almennt vel. Konan hans hafi aldrei fett fingur út í kyntjáningu hans og hann hafi aldrei lent í vandræðum. „Kannski kemst ég frekar upp með að vera svona af því að ég er tónlistarmaður.“ Átti að vera venjulegur „Fyrst reyna foreldrar þínir að að temja þig, svo er þér kennt að temja þig sjálfur. Þú ert settur í ábyrgð að vera þinn eigin pískur með þá fordóma sem þér eru innrættir. Það var erfiðast að glíma við það af því að þeir fara ekki,“ segir Birgir og vísar þar til þess að í hans eigin uppeldi hafi honum verið innrættar hugmyndir og fordómar sem áttu að koma í veg fyrir áföll og vandræði, sem hafði litað líf móður hans. „Móðir mín var alin upp í mikilli fátækt og hennar helsta markmið var bara ekkert helvítis rugl. Hún vildi ekki að ég þyrfti að upplifa allt þunglyndið, sjálfsvígin og ógeðið sem hún hafði þurft að upplifa.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í helstu hlaðvarpsveitum og horfa í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jafnréttismál Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira