Yfirlýsing frá Val vegna atviks í Eyjum: Nú sé mál að linni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 08:46 Sigurður Bragason er þjálfari ÍBV og er búinn að skila tveimur titlum í hús á síðustu tveimur vikum. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks í leik ÍBV og Vals í Olís deild kvenna þann 28. febrúar síðastliðinn. Valur fordæmir þá ósæmilegu og niðrandi hegðun sem Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sýndi af sér að leik loknum en telur jafnframt að nú sé mál að linni hvað framangreindan ágreining varðar og Valur ætlar því ekki að áfrýja niðurstöðu aganefndar HSÍ heldur horfa fram á veginn. Í yfirlýsingu Vals er talað um að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að úrskurða um hvort þjálfari ÍBV hafi slegið starfsmann Valsliðsins tvívegis í rassinn eða hvort um stroku yfir bakið og vinalegt klapp tvívegis á mjöð/mjaðmakúlu hafi verið að ræða eins og ÍBV hélt fram í sinni greinargerð. Að mati Vals gildir þetta þó einu enda felur hvort tveggja í sér niðurlægjandi og ósæmilega hegðun. Knattspyrnufélagið Valur bindur vonir við að umfjöllun og samstaða annarra íþróttafélaga í þessu máli hafi góð áhrif til framtíðar. Einnig að hún komi í veg fyrir að sambærileg mál endurtaki sig innan íþróttahreyfingarinnar. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsingu Vals. Yfirlýsing vegna atviks í leik ÍBV og Vals þann 28. febrúar Knattspyrnufélagið Valur vill koma eftirfarandi á framfæri vegna eftirmála leiks Vals og ÍBV í meistaraflokki kvenna í handknattleik 25. febrúar síðastliðinn. Valur fordæmir þá ósæmilegu og niðrandi hegðun sem þjálfari ÍBV sýndi af sér að leik loknum. Var hegðunin með þeim hætti að framkvæmdastjóri HSÍ taldi rétt að vísa málinu til aganefndar HSÍ til umfjöllunar. Ágreiningur hefur verið með Val og ÍBV um þau atvik sem urðu í lok leiksins. Niðurstaða aganefndar var sú að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að úrskurða um hvort þjálfari ÍBV hafi slegið starfsmann Valsliðsins tvívegis í rassinn eða hvort um stroku yfir bakið og vinalegt klapp tvívegis á mjöð/mjaðmakúlu hafi verið að ræða eins og ÍBV hélt fram í sinni greinargerð. Að mati Vals gildir þetta þó einu enda felur hvort tveggja í sér niðurlægjandi og ósæmilega hegðun. Slík framkoma á ekki að líðast. Það hefur því valdið Val miklum vonbrigðum að ÍBV skuli ekki hafa tekið ábyrgð á og afstöðu gegn háttseminni í opinberri umræðu um málið. Knattspyrnufélagið Valur telur aftur á móti að nú sé mál að linni hvað framangreindan ágreining varðar og hyggst ekki áfrýja niðurstöðu aganefndar HSÍ heldur horfa fram á veginn. Félagið þakkar þann stuðning sem önnur íþróttafélög hafa sýnt í þessu máli. Félagið vill að stigið verði fastar til jarðar ef sambærileg mál koma upp svo hægt sé að útrýma hegðun sem þessari úr hreyfingunni fyrir fullt og allt. Knattspyrnufélagið Valur bindur vonir við að umfjöllun og samstaða annarra íþróttafélaga í þessu máli hafi góð áhrif til framtíðar. Einnig að hún komi í veg fyrir að sambærileg mál endurtaki sig innan íþróttahreyfingarinnar. Látum kappið aldrei bera fegurðina ofurliði og stefnum ávallt hærra. Olís-deild kvenna Handbolti ÍBV Valur Tengdar fréttir „Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“ „Ég er ekki glæpamaður. Það skal vera á hreinu,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hann hefur verið mikið í umræðunni eftir ásakanir um að hafa slegið í afturenda kvenkyns starfsmanns Vals á dögunum. 17. mars 2023 15:00 „Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. 16. mars 2023 19:04 Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Valur fordæmir þá ósæmilegu og niðrandi hegðun sem Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sýndi af sér að leik loknum en telur jafnframt að nú sé mál að linni hvað framangreindan ágreining varðar og Valur ætlar því ekki að áfrýja niðurstöðu aganefndar HSÍ heldur horfa fram á veginn. Í yfirlýsingu Vals er talað um að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að úrskurða um hvort þjálfari ÍBV hafi slegið starfsmann Valsliðsins tvívegis í rassinn eða hvort um stroku yfir bakið og vinalegt klapp tvívegis á mjöð/mjaðmakúlu hafi verið að ræða eins og ÍBV hélt fram í sinni greinargerð. Að mati Vals gildir þetta þó einu enda felur hvort tveggja í sér niðurlægjandi og ósæmilega hegðun. Knattspyrnufélagið Valur bindur vonir við að umfjöllun og samstaða annarra íþróttafélaga í þessu máli hafi góð áhrif til framtíðar. Einnig að hún komi í veg fyrir að sambærileg mál endurtaki sig innan íþróttahreyfingarinnar. Hér fyrir neðan má sjá alla yfirlýsingu Vals. Yfirlýsing vegna atviks í leik ÍBV og Vals þann 28. febrúar Knattspyrnufélagið Valur vill koma eftirfarandi á framfæri vegna eftirmála leiks Vals og ÍBV í meistaraflokki kvenna í handknattleik 25. febrúar síðastliðinn. Valur fordæmir þá ósæmilegu og niðrandi hegðun sem þjálfari ÍBV sýndi af sér að leik loknum. Var hegðunin með þeim hætti að framkvæmdastjóri HSÍ taldi rétt að vísa málinu til aganefndar HSÍ til umfjöllunar. Ágreiningur hefur verið með Val og ÍBV um þau atvik sem urðu í lok leiksins. Niðurstaða aganefndar var sú að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að úrskurða um hvort þjálfari ÍBV hafi slegið starfsmann Valsliðsins tvívegis í rassinn eða hvort um stroku yfir bakið og vinalegt klapp tvívegis á mjöð/mjaðmakúlu hafi verið að ræða eins og ÍBV hélt fram í sinni greinargerð. Að mati Vals gildir þetta þó einu enda felur hvort tveggja í sér niðurlægjandi og ósæmilega hegðun. Slík framkoma á ekki að líðast. Það hefur því valdið Val miklum vonbrigðum að ÍBV skuli ekki hafa tekið ábyrgð á og afstöðu gegn háttseminni í opinberri umræðu um málið. Knattspyrnufélagið Valur telur aftur á móti að nú sé mál að linni hvað framangreindan ágreining varðar og hyggst ekki áfrýja niðurstöðu aganefndar HSÍ heldur horfa fram á veginn. Félagið þakkar þann stuðning sem önnur íþróttafélög hafa sýnt í þessu máli. Félagið vill að stigið verði fastar til jarðar ef sambærileg mál koma upp svo hægt sé að útrýma hegðun sem þessari úr hreyfingunni fyrir fullt og allt. Knattspyrnufélagið Valur bindur vonir við að umfjöllun og samstaða annarra íþróttafélaga í þessu máli hafi góð áhrif til framtíðar. Einnig að hún komi í veg fyrir að sambærileg mál endurtaki sig innan íþróttahreyfingarinnar. Látum kappið aldrei bera fegurðina ofurliði og stefnum ávallt hærra.
Yfirlýsing vegna atviks í leik ÍBV og Vals þann 28. febrúar Knattspyrnufélagið Valur vill koma eftirfarandi á framfæri vegna eftirmála leiks Vals og ÍBV í meistaraflokki kvenna í handknattleik 25. febrúar síðastliðinn. Valur fordæmir þá ósæmilegu og niðrandi hegðun sem þjálfari ÍBV sýndi af sér að leik loknum. Var hegðunin með þeim hætti að framkvæmdastjóri HSÍ taldi rétt að vísa málinu til aganefndar HSÍ til umfjöllunar. Ágreiningur hefur verið með Val og ÍBV um þau atvik sem urðu í lok leiksins. Niðurstaða aganefndar var sú að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að úrskurða um hvort þjálfari ÍBV hafi slegið starfsmann Valsliðsins tvívegis í rassinn eða hvort um stroku yfir bakið og vinalegt klapp tvívegis á mjöð/mjaðmakúlu hafi verið að ræða eins og ÍBV hélt fram í sinni greinargerð. Að mati Vals gildir þetta þó einu enda felur hvort tveggja í sér niðurlægjandi og ósæmilega hegðun. Slík framkoma á ekki að líðast. Það hefur því valdið Val miklum vonbrigðum að ÍBV skuli ekki hafa tekið ábyrgð á og afstöðu gegn háttseminni í opinberri umræðu um málið. Knattspyrnufélagið Valur telur aftur á móti að nú sé mál að linni hvað framangreindan ágreining varðar og hyggst ekki áfrýja niðurstöðu aganefndar HSÍ heldur horfa fram á veginn. Félagið þakkar þann stuðning sem önnur íþróttafélög hafa sýnt í þessu máli. Félagið vill að stigið verði fastar til jarðar ef sambærileg mál koma upp svo hægt sé að útrýma hegðun sem þessari úr hreyfingunni fyrir fullt og allt. Knattspyrnufélagið Valur bindur vonir við að umfjöllun og samstaða annarra íþróttafélaga í þessu máli hafi góð áhrif til framtíðar. Einnig að hún komi í veg fyrir að sambærileg mál endurtaki sig innan íþróttahreyfingarinnar. Látum kappið aldrei bera fegurðina ofurliði og stefnum ávallt hærra.
Olís-deild kvenna Handbolti ÍBV Valur Tengdar fréttir „Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“ „Ég er ekki glæpamaður. Það skal vera á hreinu,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hann hefur verið mikið í umræðunni eftir ásakanir um að hafa slegið í afturenda kvenkyns starfsmanns Vals á dögunum. 17. mars 2023 15:00 „Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. 16. mars 2023 19:04 Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
„Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“ „Ég er ekki glæpamaður. Það skal vera á hreinu,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hann hefur verið mikið í umræðunni eftir ásakanir um að hafa slegið í afturenda kvenkyns starfsmanns Vals á dögunum. 17. mars 2023 15:00
„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. 16. mars 2023 19:04
Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00
ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30