Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 10:05 Nýtt afbrigði H5N1-veiru herjar nú á fugla víða um heim. Afar fátítt er að veiran berist í menn. Vísir/EPA Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur. Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur.
Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29