„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2023 19:04 Sigurður Bragason mun hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn ÍBV og Vals. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23
ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00
Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31