Of algengt að fólk leiti ítrekað til læknis áður en það fær krabbameinsgreiningu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2023 13:18 Fyrir stuttu var gerð rannsókn hjá Krabbameinsfélaginu þar sem krabbameinsgreindir voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem síðar reyndust vera orsök krabbameina. 30 prósent þátttakenda svöruðu játandi. Vísir „Þetta er ekki einsdæmi því miður, og þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar. Það er einfaldlega þannig,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Krabbameinsfélagsins. Halla var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, ásamt Lóu Björk Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi og ræddu þær um vangreind krabbamein. Tilefnið var færsla sem hin 53 ára gamla Helena Gylfadóttir birti á Facebook síðu sinni á dögunum. Þar rakti Helena sögu sína, en hún greindist með 4.stigs krabbamein eftir að hafa ítrekað leitað til lækna og verið vangreind. Helena hefur lokið geislameðferð og er nú í lyfjameðferð. Þörf á skýru verklagi Aðspurð um hvar orsakirnar liggja þegar kemur að vangreiningu á krabbameinum, hvort rekja megi það til kunnáttuleysis eða fjárskorts, segir Halla að margir þættir spili þar inn í. „Það sem vitum er að enginn ætlar sér að svona lagað gerist. Það er alveg á hreinu. Það er líka næsta víst að við munum aldrei komast hjá því að svona atvik verða.“ Halla telur einnig að mikilvægt sé að koma á fót skýru verklagi, þannig að ef minnsti grunur vaknar um krabbamein þá fari viðkomandi einstaklingur á einhverskonar „færiband“ sem keyrir áfram og sér til þess að viðkomandi fari í nauðsynlegar rannsóknir. „Að ferlið sé alveg skýrt og það þurfi ekkert ofboðslega mikið til. Við vitum að það getur skipt svo miklu máli að mein greinist snemma.“ Fyrir stuttu var gerð rannsókn hjá Krabbameinsfélaginu þar sem krabbameinsgreindir voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem síðar reyndust vera orsök krabbameina. 30 prósent þátttakenda svöruðu játandi. „Hvort það er óeðlilegt, hvort það er of mikið eða lítið, það skal ég ekki segja um, ég veit það bara ekki. Við eigum í raun og veru engin viðmið um það. Stóra málið er auðvitað að fólk gefist ekki upp, að fólk hætti ekki að reyna að fá úrlausn sinna mála. Og það getur auðvitað tekið á. Og við vitum það að fólk er misvel í stakk búið til að krefjast þjónustu eða tala sínu máli.“ Mikilvægt að vinna saman Þá segir Lóa að það reynist fólki þungbært að fá þær fregnir að það sé með krabbamein, ofan á allt annað sem það er að ganga í gegnum. Ef fólk vill leita réttar síns þá er hægt að leita til talsmanns sjúklinga Landspítalans eða til Landlæknis, þar sem hægt er að fara inn með kærumál. „Mér finnst líka mjög mikilvægt þegar svona gerist að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður,-stofnun eða yfirmaður geti unnið úr þessu með viðkomandi. Að fólk fái eitthvað samtal, eða þiggi það. Að það sé eitthvað verkferli með það.“ Þá bendir Lóa á að læknar, til að mynda á heilsugæslu, sinni fjölmörgum sjúklingum á degi hverjum og það sé mikið sem „rúlli í gegn.“ Langoftast sé saklaus skýring á bak við einkennin hjá fólki, eða allavega ekki lífshættuleg. „Þannig að það er alveg eðlilegt að fyrst sé reynt ákveðið, áður en það er farið út í meiri rannsóknir. En ef fólk byrjar að koma kannski einu sinni eða tvisvar, jafnvel þrisvar með sömu einkennin þá þyrfti að vera eitthvað flagg. Og ég veit ekki hvort slíkt sé fyrir hendi í kerfinu.“ „Ég held að við þyrftum fyrst og fremst að vera miklu ákveðnari í því að koma okkur upp skýrari ferlum,“ segir Halla jafnframt og bætir við að nú blasi við að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum. „Þá þurfum við að vera tilbúin, alveg eins og það eru yfirvofandi eldgos eða náttúruhamfarir, við þurfum vera með planið tilbúið, hvernig við tryggjum að fólk fari í gengum það ferli sem það þarf að fara í gegnum og fái rétta þjónustu á réttum tíma.“ Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Halla var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, ásamt Lóu Björk Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi og ræddu þær um vangreind krabbamein. Tilefnið var færsla sem hin 53 ára gamla Helena Gylfadóttir birti á Facebook síðu sinni á dögunum. Þar rakti Helena sögu sína, en hún greindist með 4.stigs krabbamein eftir að hafa ítrekað leitað til lækna og verið vangreind. Helena hefur lokið geislameðferð og er nú í lyfjameðferð. Þörf á skýru verklagi Aðspurð um hvar orsakirnar liggja þegar kemur að vangreiningu á krabbameinum, hvort rekja megi það til kunnáttuleysis eða fjárskorts, segir Halla að margir þættir spili þar inn í. „Það sem vitum er að enginn ætlar sér að svona lagað gerist. Það er alveg á hreinu. Það er líka næsta víst að við munum aldrei komast hjá því að svona atvik verða.“ Halla telur einnig að mikilvægt sé að koma á fót skýru verklagi, þannig að ef minnsti grunur vaknar um krabbamein þá fari viðkomandi einstaklingur á einhverskonar „færiband“ sem keyrir áfram og sér til þess að viðkomandi fari í nauðsynlegar rannsóknir. „Að ferlið sé alveg skýrt og það þurfi ekkert ofboðslega mikið til. Við vitum að það getur skipt svo miklu máli að mein greinist snemma.“ Fyrir stuttu var gerð rannsókn hjá Krabbameinsfélaginu þar sem krabbameinsgreindir voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem síðar reyndust vera orsök krabbameina. 30 prósent þátttakenda svöruðu játandi. „Hvort það er óeðlilegt, hvort það er of mikið eða lítið, það skal ég ekki segja um, ég veit það bara ekki. Við eigum í raun og veru engin viðmið um það. Stóra málið er auðvitað að fólk gefist ekki upp, að fólk hætti ekki að reyna að fá úrlausn sinna mála. Og það getur auðvitað tekið á. Og við vitum það að fólk er misvel í stakk búið til að krefjast þjónustu eða tala sínu máli.“ Mikilvægt að vinna saman Þá segir Lóa að það reynist fólki þungbært að fá þær fregnir að það sé með krabbamein, ofan á allt annað sem það er að ganga í gegnum. Ef fólk vill leita réttar síns þá er hægt að leita til talsmanns sjúklinga Landspítalans eða til Landlæknis, þar sem hægt er að fara inn með kærumál. „Mér finnst líka mjög mikilvægt þegar svona gerist að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður,-stofnun eða yfirmaður geti unnið úr þessu með viðkomandi. Að fólk fái eitthvað samtal, eða þiggi það. Að það sé eitthvað verkferli með það.“ Þá bendir Lóa á að læknar, til að mynda á heilsugæslu, sinni fjölmörgum sjúklingum á degi hverjum og það sé mikið sem „rúlli í gegn.“ Langoftast sé saklaus skýring á bak við einkennin hjá fólki, eða allavega ekki lífshættuleg. „Þannig að það er alveg eðlilegt að fyrst sé reynt ákveðið, áður en það er farið út í meiri rannsóknir. En ef fólk byrjar að koma kannski einu sinni eða tvisvar, jafnvel þrisvar með sömu einkennin þá þyrfti að vera eitthvað flagg. Og ég veit ekki hvort slíkt sé fyrir hendi í kerfinu.“ „Ég held að við þyrftum fyrst og fremst að vera miklu ákveðnari í því að koma okkur upp skýrari ferlum,“ segir Halla jafnframt og bætir við að nú blasi við að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum. „Þá þurfum við að vera tilbúin, alveg eins og það eru yfirvofandi eldgos eða náttúruhamfarir, við þurfum vera með planið tilbúið, hvernig við tryggjum að fólk fari í gengum það ferli sem það þarf að fara í gegnum og fái rétta þjónustu á réttum tíma.“
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira