Vill sjá réttan uppbótartíma sama hver staðan er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 08:01 Pierluigi Collina var lengi vel besti dómari heims. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Pierluigi Collina var á sínum tíma besti knattspyrnudómari í heimi en starfar í dag sem yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Hann vill sjá dómara bæta við réttum uppbótartíma í lok leikja sama hver staðan er þar sem hvert mark getur skipt máli. Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu. Fótbolti FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu.
Fótbolti FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira