Mörg ríki Bandaríkjanna hyggjast banna dragsýningar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. mars 2023 14:30 Mimi Delongpre and Danny Lee á DragCon LA sem er stærsta dragsýning í heimi. Ronen Tivony/Getty Images Stjórnvöld í Tennesse í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög sem banna dragsýningar. 10 ríki til viðbótar hafa lagt fram lagafrumvarp í svipuðum anda. Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a> Bandaríkin Menning Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Menning Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira