Einar Örn um íslenska handboltalandsliðið: Þetta er ekki lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:01 Íslenska handboltalandsliðið er óþekkjanlegt þessa dagana. Vísir/Vilhelm Einar Örn Jónsson þekkir íslenska handboltalandsliðið frá öllum hliðum og hann var í sjokki eftir leik íslenska liðsins á móti Tékkum á miðvikudaginn. Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira