Rúnar: Er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Rúnar Kristinsson að stýra KR-liðinu á hliðarlínunni í fyrrasumar. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið stefnan að yngja KR-liðið töluvert upp fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta sem hefst eftir mánuð. Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar. Besta deild karla KR Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar.
Besta deild karla KR Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira