Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 20:01 Jose Mourinho gefur Gini Wijnaldum leiðbeiningar í leiknum gegn Real Sociedad í kvöld. Vísir/Getty Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira