„Aron er enginn leiðtogi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2023 09:00 Aron Pálmarsson átti ekki góðan leik í Brno. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vantar sárlega leiðtoga. Þetta var meðal þess sem var rætt í Handkastinu í gær. Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira