Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 14:31 Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Reiss Nelson gegn Bournemouth. EPA-EFE/Daniel Hambury Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25
„Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00
Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29